Skip to content

Viðhaldsverkefni og nýsmíði

Arnarverk sérhæfir sig í viðhaldi mannvirkja ásamt nýsmíði.

Örn eigandi Arnarverks hefur mikla reynslu við smíðar í byggingariðnaði og hefur meðal annars unnið sem sérfræðingur hjá verkfræðistofu á sviði viðhalds mannvirkja, verkstjóri og verkefnastjóri hjá stóru framkvæmdafélagi við nýbyggingar.

 

Öll helsta þjónusta

Arnarverk tekur að sér alla helstu smíða-þjónustu innan og utanhúss þ.e. gluggar, gler, hurðir, þök, utanhússklæðningar, sólpallasmíði, skjólveggir, garðskúrar, út-og innveggir, loftaklæðningar, innréttingar, parketlögn og margt fleira.

Arnarverk hefur einnig góð tengsl við iðnaðarmenn í öðrum stéttum t.d. rafvirkja, pípara, múrara, málara, blikkara og stálsmiði.

Viðhald fasteigna

Það skiptir miklu máli að viðhalda fasteignum og koma í veg fyrir frekari skemmdir sem geta leitt til mikils kostnaðar ef beðið er of lengi.

Því er tilvalið að fá Arnarverk til þess að meta ástandið og koma í veg fyrir frekari skemmdir sem fyrst.

20 ára reynsla

Örn býr yfir 20 ára reynslu í byggingariðnaði.

Helsta reynsla er við smíðar, sérfræðingur hjá verkfræðistofu á sviði viðhalds, verkefnastýring á viðhaldsverkerfnum og nýbyggingum.

Um Arnarverk

Arnarverk er smíðafyrirtæki sem tekur að sér bæði stór og smá verkefni. Við leggjum upp með mikla fagmennsku, gæði og vönduð vinnubrögð í verki.

Stofnandi/eigandi Arnarverks er Örn Ingi Gunnarsson.

Örn Ingi er menntaður Byggingafræðingur BSc og húsasmíðameistari.